top of page
_T2A8829-3.jpg
Ásta Sóley Sigurðardóttir er stofnandi og eigandi Mannvirkjamál lögmannsstofu.

 

Ásta Sóley starfaði hjá JP lögmönnum áður en hún hóf feril sinn í stjórnsýslu auk þess að hafa starfað sjálfstætt við lögmennsku og hefur góða reynslu af almennum lögmannsstörfum.

Sérhæfing Ástu er fyrst og fremst í skipulags- og byggingarmálum og stjórnsýslu mannvirkjamála; byggingarreglugerð, stjórnsýslukærur, ábyrgð aðila í mannvirkjagerð, ferli byggingarleyfisumsókna, þvingunarúrræði byggingarfulltrúa, eftirlit, byggingarvörur, gæðastjórnunarkerfi o.fl. 


Ásta Sóley var yfirlögfræðingur Mannvirkjastofnunar frá 2017 og þar til stofnunin sameinaðist Íbúðalánasjóði undir nafninu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), en sá áfram um lögfræði mannvirkjamála hjá nýrri stofnun.

 

Ásta hefur langa reynslu í stjórnsýslunni að baki og hefur meðal annars starfað hjá kærunefnd húsamála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, umboðsmanni skuldara og Varnarmálastofnun svo eitthvað sé nefnt.

Í gegnum tíðina hefur Ásta kennt á mörgum námskeiðum sem varða mannvirkjamál, m.a. hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Iðunni - fræðslusetri, lögfræðihluta meistaranáms í skipulagsfræði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og í meistaraskólanum hjá Tækniskólanum.

Starfsferill

2017-2022

Mannvirkjastofnun / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

2017

Ríkisendurskoðun 

   Stjórnsýslusvið

2016-2017

Velferðarráðuneytið

    Úrskurðarnefnd greiðsluaðlögunarmála       

    Kærunefnd húsamála

2011-2016

Umboðsmaður skuldara

2010-2011

Varnarmálastofnun

2008-2010

JP Lögmenn

Kennsla

Landbúnaðarháskólinn 

Skipulagslögfræði

Tækniskólinn

Meistaraskólinn - sértæk lögfræði

Iðan - fræðslusetur

Ýmis námskeið í mannvirkjagreinum

Endurmenntun Háskóla Íslands

Byggingarvörur 

Ferill mannvirkjagerðar

Byggingarreglugerð

Rauði Kross Íslands

Stjórnkerfi ofl. - námskeið fyrir flóttamenn

Félagsstörf og nefndir

Ráðgjafanefnd fagstofnana og eftirlitsaðila í vatnamálum.

Varatengiliður Mannvirkjastofnunar/Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir þjóðaröryggisráð.

Stjórn ADHD samtakanna

Réttargæsla hælisleitenda fyrir Rauða Kross Íslands

Hafðu samband

659-4032

Sendu línu

Tékkaðu!

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page