top of page

Persónuleg og fagleg þjónusta

Heiðarleiki og vönduð vinnubrögð eru ávallt í forgrunni hjá Mannvirkjamál lögmannsstofu. Markmið okkar er að veita skilvirka þjónustu og byggja upp traust viðskiptavina með faglegri og sérsniðinni ráðgjöf og hagsmunagæslu. 

 

Sérsvið Mannvirkjamál Lögmannsstofu er fyrst og fremst á sviði skipulags- og byggingarmála, stjórnsýsluréttar, galla- og fasteignamála sem og útboðs- og verktakaréttar. Við sinnum ráðgjöf, stjórnsýslukærum og kvörtunum, samningum og bótakröfum, samskiptum við stjórnvöld og málflutningi. 

 

Við sérhæfum okkur í ráðgjöf vegna byggingarreglugerðar, laga um mannvirki og annarra reglna sem gilda um um mannvirkjagerð. Þá veitum við sérhæfða ráðgjöf um notkun, sölu og innflutning byggingarvara, svo sem glugga, hurða og forsmíðaðra/steyptra eininga, þ.á m. um CE-merkingar, nothæfi og eiginleika þeirra. 

 

Einnig er sérþekking innan stofunnar á málum sem varða bruna- og rafmagnsöryggi, málefni slökkviliða og ábyrgð aðila í mannvirkjagerð, s.s. eigenda, byggingarstjóra og iðnmeistara, og hlutverki þeirra að öðru leyti.   

Hafðu samband!

Sendu okkur tölvupóst á fyrirspurn@mannvirkjamal.is og við getum hjálpað þér að meta næstu skref eða hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Mannvirkjamál Lögmannsstofa

Skipholt 50d, 105 Reykjavík

@mannvirkjamal.is
6594032

  • Instagram
  • Facebook
bottom of page